Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 20:00

Opna breska 2014: Watson 64 ára sá elsti til að ná niðurskurði

Tom Watson, 64 ára, varð í dag sá elsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á Opna breska.

Watson er samtals búinn að spila á 2 yfir pari í Hoylake, 146 höggum (73 73).

Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari og Watson rétt slapp í gegn, eins og reyndar Tiger, sem átti slælegan hring upp á 77 högg í dag og var heppinn að komast gegnum niðurskurð (69 77).

Reyndar voru 16 aðrir á samtals 2 yfir pari á 2. degi eins og Watson, auk Tiger voru það m.a. Luke Donald, Jordan Spieth og Jason Day.

Sjá má stöðuna á Opna breska eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: