Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 20:00

Röng myndbirting við greinina: Gunnar Guðbjörnsson fór holu í höggi!!!

Í gær birti Golf1.is frétt af því að Gunnar Guðbjörnsson hefði farið holu í höggi.

Því miður birtist mynd af röngum Gunnari Guðbjörnssyni, en rétt mynd af Einherjanum Gunnari Jóhanni Guðbjörnssyni birtist hér með þessari frétt.

Það var Katrín Baldvinsdóttir, sem benti Golf 1 á rangfærsluna og eru hennar færðar bestu þakkir fyrir, jafnframt sem Gunnar Jóhann er beðinn afsökunar á að röng mynd hafi birtst af honum!

Hér birtist frétt Golf 1 um draumahögg Gunnars Jóhanns að nýju:

Gunnar Jóhann Guðbjörnsson, GSG, fór holu í höggi á annari braut Kirkjubólsvallar í Sandgerði þann 15. júlí 2014.

Að sögn var spilið hjá Gunnari vægast sagt nokkuð gott.

Hann fékk 6 högg á fyrstu braut síðan 1 högg á annari braut og spilaði síðan einn undir pari restina.

Golf 1 óskar Gunnari til hamingju með draumahöggið!!!