Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 17:15

Opna breska 2014: Stenson brýtur kylfu í bræðiskasti á 17. braut! Myndskeið

Eins og allir kylfingar vita getur golfið verið pirrandi þegar hlutir ganga ekki eins og áætlað er.

Henrik Stenson er einn af þeim kylfingum sem lætur kylfurnar finna fyrir því þegar ekki gengur allt sem skyldi.

Svo var einmitt á 17. braut Opna breska í dag, þar sem Stenson braut kylfu.

Annars lék Stenson á sléttu pari fyrsta dag mótsins, sem er ekkert svo slæm byrjun, en hann er samt langt því frá ánægður með!

Hér má sjá myndskeið af Henrik Stenson á Opna breska SMELLIÐ HÉR: