Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 08:00

GSG: Gunnar Guðbjörnsson fór holu í höggi!

Gunnar Jóhann Guðbjörnsson, GSG, fór holu í höggi á annari braut Kirkjubólsvallar í Sandgerði í gær, þann 15. júlí 2014.

Að sögn var spilið hjá Gunnari vægast sagt nokkuð gott.

Hann fékk 6 högg á fyrstu braut síðan 1 högg á annari braut og spilaði síðan einn undir pari restina.

Golf 1 óskar Gunnar til hamingju með draumahöggið!!!