Klúbbmeistarar GKS 2014 og 2016 – Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS GKS: Hulda og Þorsteinn klúbbmeistarar 2014 – Úrslit
Lokadagur meistaramóts GKS fór fram í sunnudaginn 13. júlí í fínu veðri. Þátttakendur voru 12 og hélt spennan áfram í karlaflokkunum en í kvennaflokkunum var ekki eins mikil spenna og staðan fyrir lokadaginn benti til.
Í öðrum flokki kvenna jók Ragnheiður muninn á milli hennar og Bryndísar um 21 högg í 74 högg. Er þetta í fyrsta skipti sem leikið er í öðrum flokki kvenna og byrjuðu báðir þáttakendurnir að leika golf síðasta sumar. Ragnheiður er því fyrsti klúbbmeistari kvenna í 2. flokki.
Í öðrum flokki karla hélst 6 högga munur á Kári og Þresti í baráttunni um þriðja sætið og hélt Þröstur því sæti. Fyrir lokadaginn var Óli Þór með tveggja högga forystu á Arnar Freyr. Arnar spilaði gríðarlega stöðugt golf og lék aftur á 93 eins og daginn áður en Óli Þór lék á 97 þ.a. Arnar vann með 2 höggum. Arnar er því klúbbmeistari karla í 2. flokki.
Í fyrsta flokki kvenna var Hulda með 3ja högga forskot á Ólínu Þóreyju fyrir lokadaginn og var Jósí 9 höggum á eftir Ólínu. Ólína gaf hins vegar eftir á lokadeginum og náði Jósí öðru sætinu með góðum hring uppá 99 högg. Hulda lék ekki nægjanlega vel á öðrum degi og gaf sú spilamennska hinum keppendunum tækifæri til að gera atlögu að fyrsta sætinu í flokknum. Hulda hins vegar bætti fyrir mistökin á öðrum hring með því að leika á 94 höggum og þegar yfirlauk var Hulda með 17 högga forystu á Jósí sem var 3 höggum á undan Ólínu. Hulda er því klúbbmeistari kvenna árið 2014.
Í fyrsta flokki karla var Sævar með 2ja högga forystu eftir fysta dag. Hann missti frá sér forystuna því hann lék ekki nægjanlega gott golf á öðrum degi og endaði þetta með 12 högga sveiflu og var hann 10 höggum á eftir. Ingvar og Þorsteinn léku báðir á 91 höggi fyrsta daginn og á 90 höggum annan daginn. Eftir 8 holur á lokadeginum var Ingvar með 7 högga forystu á Þorstein. Eftir 11 holur var munurinn 5 högg. Á 5, 6, og 7 braut á seinni 9 holunum fékk Ingvar, þrefaldan skolla, fjórfaldan skolla og þrefaldan skolla en Þorsteinn fékk tvöfaldan skolla, skolla og par. Þar með var Þorsteinn kominn með 4ra högga forystu og 2 holur eftir. Þetta var því 11 högga sveifla á 8 holum. Þorsteinn fékk tvöfaldan skolla á 8. braut en Ingvar fékk par. Á 9. braut fékk Þorsteinn skolla og því þurfti Ingvar að fá fugl til að knýgja fram bráðarbana. Allt kom fyrir ekki og náði Ingvar einungis pari og þar með vann Þorsteinn með einu höggi. Sævar lék vel á lokahringnum eða á 84 höggum en það dugaði ekki til og endaði hann 3 höggum á eftir Ingvari. Þorsteinn er því klúbbmeistari karla árið 2014.
Sjá má myndir frá lokadeginum með því að SMELLA HÉR:
Stöðuna í stigakeppninni til sveitakeppninna má sjá með því að SMELLA HÉR:
Úrslit í meistaramóti GKS 2014 eru eftirfarandi:
1. flokkur karla (3):
| 1 | Þorsteinn Jóhannsson | GKS | 10 | F | 47 | 43 | 90 | 20 | 91 | 90 | 90 | 271 | 61 |
| 2 | Ingvar Kristinn Hreinsson | GKS | 13 | F | 40 | 51 | 91 | 21 | 91 | 90 | 91 | 272 | 62 |
| 3 | Sævar Örn Kárason | GKS | 12 | F | 41 | 43 | 84 | 14 | 89 | 102 | 84 | 275 | 65 |
1. flokkur kvenna (3):
| 1 | Hulda Guðveig Magnúsardóttir | GKS | 19 | F | 49 | 45 | 94 | 24 | 100 | 111 | 94 | 305 | 95 |
| 2 | Jósefína Benediktsdóttir | GKS | 24 | F | 48 | 51 | 99 | 29 | 115 | 108 | 99 | 322 | 112 |
| 3 | Ólína Þórey Guðjónsdóttir | GKS | 24 | F | 54 | 57 | 111 | 41 | 102 | 112 | 111 | 325 | 115 |
2. flokkur karla (4):
| 1 | Arnar Freyr Þrastarson | GKS | 19 | F | 46 | 47 | 93 | 23 | 101 | 93 | 93 | 287 | 77 |
| 2 | Ólafur Þór Ólafsson | GKS | 19 | F | 49 | 48 | 97 | 27 | 98 | 94 | 97 | 289 | 79 |
| 3 | Þröstur Ingólfsson | GKS | 21 | F | 50 | 53 | 103 | 33 | 101 | 108 | 103 | 312 | 102 |
| 4 | Kári Arnar Kárason | GKS | 21 | F | 51 | 52 | 103 | 33 | 108 | 107 | 103 | 318 | 108 |
2. flokkur kvenna (2):
| 1 | Ragnheiður H Ragnarsdóttir | GKS | 36 | F | 57 | 66 | 123 | 53 | 118 | 118 | 123 | 359 | 149 |
| 2 | Bryndís Þorsteinsdóttir | GKS | 36 | F | 71 | 73 | 144 | 74 | 160 | 129 | 144 | 433 | 223 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
