Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2014 | 17:00

Evróputúrinn: Rose sigraði á Opna skoska

Justin Rose sigraði í dag á Opna skoska, á Royal Aberdeen golfvellinum.

Hann lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (69 68 66 65).

Í 2. sæti varð sænski frændi okkar Kristoffer Broberg 2 höggum á eftir, á samtals 14 undir pari, 270 höggum (65 71 68 66).

Í 3. sæti varð síðan heimamaðurinn Marc Warren á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: