Afmæliskylfingur dagsins: Inbee Park ——— 12. júlí 2014 – efst á Opna breska f. lokahringinn
Afmæliskylfingur dagsins er Inbee Park (kóreanska: 박인비, Hanja: 朴仁妃) Hún er fædd 12. júlí 1988 og á því 26 ára afmæli í dag. Park hélt upp á afmælisdag sinn með því að ná 1. sætinu á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu fyrir lokadag mótsins. Hún er samtals búin að spila á 4 undir pari, 212 höggum og er með þær Shanshan Feng og Suzann Pettersen á hælunum, sem báðar eru á samtals 3 undir pari. Sjá má stöðuna á mótinu með því að SMELLA HÉR:
Inbee sigraði á 3 af 5 risamótum ársins 2013 og átti möguleika á „Grand Slam“ í kvennagolfinu og var fyrir ári fylgst með henni af spennu, en þá fór allt handaskolum hjá henni. Kannski henni takist að hefna ófaranna í fyrra á morgun!
Stundum er snúið úr úr nafni hennar á enskri tungu og sagt að Inbee sé „Inbee-lievable“ þ.e. ótrúleg og það má alveg taka undir það!
Þrátt fyrir ungan aldur hefir hún sigrað á 17 mótum á atvinnumannsferli sínum en Inbee gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 8 árum, þ.e. 2006. Þar af hefir hún sigrað í 10 mótum á LPGA og í 4 mótum á japanska LPGA, þar af í 4 risamótum kvennagolfsins. Til samanburðar má geta þess að Annika Sörenstam sigraði í 10 risamótum kvennagolfsins og hefir Inbee 14 ár til að slá við því risamótameti Anniku, sé miðað við að hún hætti í golfi um fertugsaldurinn líkt og Annika gerði.
Inbee er sem stendur nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Paul Runyan, f. 12. júlí 1908- d. 17. mars 2002; Robert Allenby 12. júlí 1971 (43 ára); Alexander Norén, 12. júlí 1982 (32 ára); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 (32 ára); Isabella Ramsay (sænsk) 12. júlí 1987 (27 ára) …… og …….
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



