Evróputúrinn: Rory nær sér á strik á 3. hring Opna skoska
Rory McIlroy náði sér aðeins á strik í dag á Opna skoska eftir hræðilegan hring í gær upp á 78 högg sem kom honum úr 1. sætinu sem hann var í eftir 1. dag (eftir að hafa verið með frábært skor upp á 64) í 34. sætið.
Eftir daginn í dag fer Rory aftur upp skortöfluna eftir hring upp á 68, en gríðarleg sveifla milli hringja hjá honum (í dag: 10 högga).
Samtals er Rory búinn að spila á 3 undir pari, 210 höggum (64 78 68) og enn ekki öll nótt úti enn.
Rásfélagar Rory í dag voru Robert Karlsson (sem var með hring upp á 67) og Pablo Larrazabal (sem átti glæsihring upp á 66 högg).
„Þetta byrjaði ekki vel hjá mér í dag ég var 1 yfir eftir 2 holur þegar maður er að reyna að vera 1 undir, en eftir það spilaði ég mjög stöðugt og kom sjálfum mér ekki í of mikil vandræði,“ sagði Rory.
„Ég hef átt hringi upp á 64 og 68 á þessum velli sem eru góð skor. Í gær var bara einn af þessum dögum þegar ekkert gengur og ég gat ekki komið neinu í gang. Það væri gott að eiga góðan hring á morgun, en ég hef séð nóg í leik mínum þannig að ég er með nóg sjálfstraust fyrir Opna breska.“
Til þess að fylgjast með gangi mála á Opna skoska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
