Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2014 | 15:00

Evróputúrinn: Rory nær sér á strik á 3. hring Opna skoska

Rory McIlroy náði sér aðeins á strik í dag á Opna skoska eftir hræðilegan hring í gær upp á 78 högg sem kom honum úr 1. sætinu sem hann var í eftir 1. dag (eftir að hafa verið með frábært skor upp á 64) í 34. sætið.

Eftir daginn í dag fer Rory aftur upp skortöfluna eftir hring upp á 68, en gríðarleg sveifla milli hringja hjá honum (í dag: 10 högga).

Samtals er Rory búinn að spila á 3 undir pari, 210 höggum (64 78 68) og enn ekki öll nótt úti enn.

Rásfélagar Rory í dag voru Robert Karlsson (sem var með hring upp á 67) og Pablo Larrazabal (sem átti glæsihring upp á 66 högg).

„Þetta byrjaði ekki vel hjá mér í dag ég var 1 yfir eftir 2 holur þegar maður er að reyna að vera 1 undir, en eftir það spilaði ég mjög stöðugt og kom sjálfum mér ekki í of mikil vandræði,“ sagði Rory.

„Ég hef átt hringi upp á 64 og 68 á þessum velli sem eru góð skor. Í gær var bara einn af þessum dögum þegar ekkert gengur og ég gat ekki komið neinu í gang.  Það væri gott að eiga góðan hring á morgun, en ég hef séð nóg í leik mínum þannig að ég er með nóg sjálfstraust fyrir Opna breska.“

Til þess að fylgjast með gangi mála á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: