Azinger: Golf Tiger hefir versnað við sveiflubreytingar hans
Paul Azinger sagði á blaðamannafundi ESPN í gær, sem haldinn var í tengslum við Opna breska, að sér sýndist sem golfleikur Tiger hafi versnað vegna allra sveiflubreytinganna, sem hann hefir gert.
Azinger hefir sigrað á PGA Championship risamótinu (1993), er fyrrum Ryder bikars fyrirliði Bandaríkjanna og lék m.a. með Tiger í einni Ryder bikarskeppni, en er nú golfskýrandi fyrir ESPN.

Paul Azinger
Alls hefir Tiger gert fjórar meiriháttar sveiflubreytingar með 3 ólíkum sveifluþjálfurum á ferli sínum, í hvert sinn með það að markmiði að verða betri.
Tiger hefir tilkynnt um þátttöku í Opna breska, sem fram fer 17.-20. júlí n.k. en þetta er fyrsta risamótið sem hann tekur þátt í frá því hann gekkst undir bakuppskurð. Azinger verður á vegum ESPN að fylgjast með gangi mála á Opna breska og kemur til með að lýsa mótinu fyrir ESPN.
Alls hefir Tiger sigrað í 14 risamótum, því síðasta 2008.
Spurningin sem Azinger var að reyna að svara á blaðamannafundi ESPN var hvort það væri sveiflan eða meiðslin sem myndu vera stærri þáttur í því að Tiger næði ekki að slá risamótamet Jack Nicklaus upp á 18 risamót.
Azinger sagði m.a. eftirfarandi: „Ég held að hluti þess stóra munar sem er á þeim og sem sjaldan er talað um er sú staðreynd að þegar Tiger var með yfirburði þá var hann – af einhverjum ástæðum – alltaf að reyna að verða betri, ég man aldrei eftir að Jack segði eitthvað í þá veru.“
„Jack kann að hafa gert nokkrar breytingar hér og þar…. en Tiger hefir gert stjarnfræðilegar breytingar í viðleitni sinni að verða betri. Og útkoman er sú að Tiger er í reynd orðinn svolítið verri, ég held að við getum öll séð það.“
Azinger sagði að þó nokkrir kylfingar hefðu gert þau mistök að breyta sveiflunni, en Nicklaus væri ekki einn af þeim.
„Jack skyldi að ef hann gæti haldið sér eins og hann var, myndi hann hafa yfirráð,“ sagði Azinger. „Tiger þarnaðist þess ekki að verða betri. Hann varð aðeins að gæta þess að verða ekki verri. Hann varð að halda sér eins og hann var og þá myndi hann enn hafa yfirhöndina, en leit hans að því að verða betri hefir komið honum í koll að nokkru leyti.“
Azinger var spurður af hverju Tiger myndi treysta tveimur sveifluþjálfurum fyrir sveiflu sinni. sem aldrei hafa keppt á æðsta stigi golfsins.
Tiger var hjá Butch Harmon, sem spilaði stuttlega á PGA Tour og átti á þeim tíma (hjá Butch) bestu ár sín 1996-2003, síðan lét Tiger, Hank Haney taka sveiflu sína í gegn og vann 18 sinnum í 34 mótum þ.á.m. í 4 risamótum. Og síðan skipti hann yfir í Sean Foley 2011.
Azinger sagði að Tiger sé í raun yfirburðarkylfingur.
„Ég held að hann sé eini gæinn sem hefir gert dramatískar breytingar og er enn fær um að spila á virkilega háu stigi í golfinu,“sagði Azinger.
„Þegar hann fór frá Butch til Hank gat jafnvel slakur kylfingur séð að sveifla Tiger hafði breyst og hann vann 5-6 risamót með því … Ég veit ekki um neinn sem hefir breyst eins mikið og Tiger m.t.t. golfsveiflu og spilar samt vel. Flestir bara hverfa og gleymast. Þeir hverfa við að reyna það sem hann hefir gert. Þetta er bara dæmi um það hversu frábær kylfingur hann hefir verið.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
