Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 19:45

Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag á Opna skoska

Rory McIlroy átti glæsilega byrjun á Opna skoska, lék á 7 undir pari, 64 höggum!

Hann er í efsta sæti á Royal Aberdeen golfvellinum þar sem mótið fer fram en fast á hæla honum eru Ricardo Gonzales og Svíinn Kristoffer Broberg.

Broberg og Gonzales eru búnir að spila á 6 undir pari, 65 höggum, hvor.

Í 5. sæti enn öðru höggi á eftir er hópur 4 kylfinga: Luke Donald, Richard Bland og heimamennirnir Marc Warren og David Drysdale.

Einn í 4. sæti á 5 undir pari, 66 höggum er Michael Hoey.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Opna skoska eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: