Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 09:00

GR: Úrslit úr 3 daga Meistaramóti GR – Ingvar Andri á 66 2. dag Meistaramóts!!! – Myndir

Í fyrradag, 8. júlí 2014 lauk Meistaramóti GR í þeim flokkum sem léku 54 holur en það eru barna-og unglingaflokkar, öldungaflokkar, 3.flokkur karla, 4.flokkur karla, 5.flokkur karla og 3.flokkur kvenna. Leikið var bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum í blíðviðri. 

Frosti Eiðsson, hirðljósmyndari GR-inga tók eftirfarandi myndir af meistaramótinu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Lokahóf barna og unglinga fór fram í golfskálanum í Grafarholti þar sem veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki .  Glæsileg skor sáust í unglingaflokkum og þá ber helst að nefna annan hring Ingvars Andra Magnússonar á Grafarholtsvelli 7. júní en hann lék á 66 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins.

Verðlaunaafhending fyrir aðra flokka verður haldin á Korpúlfsstöðum á laugardagskvöldið næstkomandi.

Golf 1 óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn!!!

Úrslit: 

17-18 ára piltar
1. Þorvaldur Breki Böðvarsson 282 högg
2. Jón Frímann Jónsson 296 högg

Patrekur N. Ragnarsson. Mynd: Í einkaeigu

Patrekur N. Ragnarsson. Mynd: Í einkaeigu

15-16 ára strákar
1. Patrekur Nordquist Ragnarsson 214 högg
2. Sindri Þór Jónsson 229 högg
3. Hákon Örn Magnússon 231 högg

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

13-14 ára drengir
1. Ingvar Andri Magnússon 207 högg
2. Viktor Ingi Einarsson 220 högg
3. Sigurður Bjarki Blumenstein 231 högg

12 ára og yngri hnokkar
1.sæti: Böðvar Bragi Pálsson  211 högg
2.sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson  226 högg
3.sæti: Tómas Eiríksson  244 högg

Nína Margrét Valtýsdóttir. Mynd: Golf 1

Nína Margrét Valtýsdóttir. Mynd: Golf 1

12 ára og yngri hnátur
1.sæti: Nína Margrét Valtýsdóttir  304 högg
2.sæti: Ásdís Valtýsdóttir  304 högg
3.sæti: Andrea Birna Guðmundsdóttir 308 högg

Úrslit úr öðrum flokkum sem luku leik 8. júlí 2014 má sjá með því að smella hér: