Ayako Uehara
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 08:00

Uehara efst snemma dags á Opna breska

Ricoh Opna breska kvenrisamótið hófst í dag á Royal Birkdale golfklúbbnum í Southport, Englandi og er þetta 3. risamót ársins í kvennagolfinu.

Mótið stendur dagana 10.-13. júlí 2014.

Allir bestu kvenkylfingar heims eru meðal keppenda, þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis, sem er sem stendur í 3. sæti; Charley Hull, Lexi Thompson og Michelle Wie, sem er ansi heit í ár, búin að vinna 1. risamótstitil sinn og spurning hvort hún bæti 2. við?

Snemma dags er það japanska stúlkan Ayako Uehara, sem er í forystu á 3 undir pari.

Fylgjast má með skori keppenda með því að SMELLA HÉR: