Hápunktur á ferli Poulter… og það er ekki 1 af 4 Ryder Cup sigrum hans – Myndskeið
Ian Poulter er einn þeirra sem ekki hafa sigrað á risamóti.
Hann fer því býsna vonglaður í Opna breska sem hefst í næstu viku á Royal Liverpool vellinum.
Best er Poulter þekktur fyrir 4 sigra sína með liði Evrópu í Ryder Cup, en hann mun jafnframt reyna að bæta 5. sigrinum við á Gleneagles í haust.

Ian Poulter í kraftaverkinu í Medinah í Chicago fyrir 2 árum
Eftirminnilegastur af þessum sigrum Poulter með liði Evrópu í Rydernum er eflaust kraftaverkið í Medinah þar sem Poulter vann alla 4 leiki sína og það var ekki hvað síst fyrir hans tilstuðlan að Evrópa sneri við taflinu frá því að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn í 14 1/2 – 13 1/2 sigurs daginn eftir í tvímenningsleikjunum, eins og marg- hefir verið fjallað um.
Og jafnavel þó margir muni benda á þetta sem hápunktinn í ferli Poulter þá segir hann sjálfur telja hápunkt ferilsins vera árið 1998 þegar hann fór í fyrsta skipti í Q-school og var að reyna að fá kortið sitt á atvinnumannsmótaröð.
Hér má sjá skemmtilegt myndskeið um feril Poulter SMELLIÐ HÉR:

Poulter aðalræðumaður við opnun Ballantine´s klúbbsins
Poulter var ræðumaður við opnun Ballantine’s Golf Club, en Ballantine´s styrkti líka ofangreint myndskeið. Við opnun klúbbsins sagði Poulter m.a.. : „Ég hætti í skóla 15 ára og fór að vinna fullan vinnudag í golfbúð. Kaupmennska, kylfuviðgerðir ég lærði þetta bara af því að afgreiða í búðinni. Það eru þúsundir atvinnumanna í golfi sem eru að reyna að vinna fyrir sér og varla ná að sjá fyrir sér.

Ian Poulter 15 ára að afgreiða í golfvörubúð
„Draumur minn eins og svo margra annarra var að sigra bestu kylfinga heims, halda á bikurunum, spila í Rydernum. Ég vildi vera með en ekki standa utan alls þessa, sem áhorfandi.“
„Reyndar var áhugamannsferill minn aldrei til staðar, þannig að það var aldrei neinn sem vissi af að Ian Poulter kylfingurinn myndi koma fram á sjónarsviðið. Duga-eða drepast mómentið mitt kom 1998. Ég varð að fara í Q-school því ég þarfnaðist kortsins og þarfnaðist þess að reyna á sjálfann mig. Pressan var himinhá eftir því sem leið á hringinn. Ég var næstum á toppi skortöflunnar og hjartað hamaðist.“
„Ég var stressaður á 18. teig. Ef ég fengi par myndi ég lifa drauminn. Með húkki eða misheppnuðu höggi, hvað sem það kostaði varð ég að koma boltanum á braut. Ég sló beint í trén, sem var versti hugsanlegi staðurinn að lenda á. Ég var 238 yarda frá flöt og hvað átti ég að gera?
„Ég varð að slá með 2-járni fullkomið högg, lágt en nógu hátt til þess að ná þessu yfir trén. Það var bara að duga eða drepast.“
„Ég sló fullkomlega. Ég get enn séð höggið fyrir mér í dag. Boltinn rúllaði 15 fet inn á flöt en pinninn var upp á 2. stalli í stallaflöt. Allt sem eftir var, var að tvípútta fyrir draumi mínum. Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér, að ég geti farið út og skilað því sem þarf.“
Og Poulter vonar að hann nái að skila því sem þarf á Opna skoska á Royal Aberdeen á morgun og síðan, síðast en ekki síst á Opna breska í næstu viku.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
