Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Mickelson hefur titilvörnina á Opna skoska í ráshóp með Donald og Luiten

Phil Mickelson mun hefja titilvörn sína á Opna skoska á morgun kl. 8:20 að staðartíma (7:20 að íslenskum tíma) í ráshóp með Luke Donald og Joost Luiten.

Á eftir Mickelson, kl. 7:30 að íslenskum tíma fara út þeir Jimmy Walker, Miguel Ángel Jimenez og Ian Poulter.

Rory er í ráshópnum þar á eftir.

Hæst „rankaði“ kylfingur í mótinu er Justin Rose (nr. 6 á heimslistanum) fer út með Lee Westwood og Stephen Gallacher kl. 13:00 að staðartíma (þ.e. kl. 12 hér heima á Íslandi).

Hér er aðeins getið um nokkra skemmtilega ráshópa sem gaman er að fylgjast með – sjá má rástímana á Opna skoska í heild með því að SMELLA HÉR: