Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 19:45

Ólafía Þórunn best af íslensku stelpunum á EM kvennalandsliða

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR lék best af íslensku stelpunum á EM kvennalandsliða í dag en mótið er leikið í Ljubliana í Slóveniu. Fyrstu tvo keppnisdagana er keppt í höggleik þar sem fimm bestu skorin telja eftir hvern dag. Nánari upplýsingar um mótið og skor keppenda má finna með því að  SMELLA HÉR: 

T16 – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 70 högg, -1

T102 – Berglind Björnsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 78 högg, +7

T70 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili, 75 högg, +4

T33 – Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 72 högg, +1

T40 – Signý Arnórsdóttir Golfklúbbnum Keili, 73 högg, +2

T85 – Sunna Víðisdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur, 76 högg, +5

 

Þjálfari: Brynjar Geirsson

Liðsstjóri: Sædís Magnússon