Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 07:30

Evrópumótaröðin: GMac sigraði í París – Hápunktar 4. dags

Það var norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) sem sigraði glæsilega á Alstom Open de France í gær.

GMac átti frábæran lokahring upp á 4 undir pari, 67 högg og lék samtals á 5 undir pari, 279 höggum (70 79 73 67).

„Ég er mjög undrandi“ sagði McDowell í gær eftir að hafa nælt sér í 10. Evróputitil sinn. „þegar ég var að klára 2. glasið af rauðvíni í gær (þ.e. á laugardeginum og var vonsvikinn yfir seinni 9 hjá mér 2. daginn þá hélt ég virkilega ekki að ég myndi standa hér með a) möguleika á bráðabana og b) sigurbikarinn í höndum mér.“

GMac var heilum 8 höggum á eftir þeim sem leiddi allt mótið, Bandaríkjamanninum Kevin Stadler, fyrir lokahringinn.  Stadler varð hins vegar að spila í vondu rigningaveðri meðal veðrið var skaplegra hjá GMac og allt í einu fór GMac í gírinn og saxaði á forskot „litla rostungsins“ eins og Stadler er oft kallaður.

Í lokinn átti GMac  1 högg á þá Kevin Stadler og Thongchai Jaidee frá Thaílandi, sem urðu í 2. sæti.

Í 4. sæti enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 3 undir pari, var Svíinn Robert Karlsson.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna franska (Alstom Open de France) SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Opna franska SMELLIÐ HÉR: