Viðtalið: Kjartan Páll Einarsson, GMS
Viðtalið í kvöld er við formann mótanefndar hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Hann ásamt Ernu Guðmundsdóttur sá um að allt færi fram í sómanum á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Víkurvelli í Stykkishólmi 23. júní s.l.

Kjartan og Erna hjá GMS að afhenda verðlaun á Áskorendamótaröðinni. Mynd: Golf 1
Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Kjartan Páll Einarsson
Klúbbur: Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi (GMS).
Hvar og hvenær fæddistu? 16. apríl 1956 Þórisholti í Mýradal.
Hvar ertu alin upp? Í Þórisholti.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er útibússtjóri Arion banka í Stykkishólmi og formaður mótanefndar GMS.

Kjartan (t.v.) er útibússtjóri Arion banka í Stykkishólmi. Hér við undirskrift samninga. Mynd: visir.is
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Konan og 2 dætur spila golf.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 1999-2000.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mér fannst golf spennandi íþrótt og síðan var líka hvatningin frá félögunum, sem varð til þess að ég byrjaði í golfi.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Víkurvöllur.

Frá Víkurvelli í Stykkishólmi. Mynd: Golf 1.
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi? Nei, en svona 20 a.m.k.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Grande Pines i Orlando.

Frá Grand Pines golfvellinum í Orlando, Flórída
Hvað ertu með í forgjöf? 19,2
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Það man ég ekki.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa fengið sæti í öldungasveit Mostra.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, en það er fínt að eiga það eftir.
Spilar þú vetrargolf? Já, á Víkurvelli þegar ekki er snjór. Það var lítið í vetur.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Samloku og vatn.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var í blaki, knattspyrnu og frjálsum. Blak var á tímabili mín aðalíþrótt – Ég spilaði með stúdentum og var í landsliðinu og formaður Blaksambandsins.

Kjartan Páll, formaður mótanefndar Mostra var áður í blaki. Mynd: Golf 1
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Steiktur skötuselur; Hver er uppáhaldsdrykkur? Vatn; Hver er uppáhaldsbókin? Golfreglurnar Uppáhaldstónslist? Gömul íslensk músík; Uppáhaldskvikmynd? Engin sérstök. Uppáhaldsgolfbók: Engin sérstök.
Notarðu hanska? Já, venjulegan hanska.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Konan mín – Kk: Tiger.

Eiginkonan er uppáhaldskylfingur Kjartans
Hvert er draumahollið? Ég og….. konan og dæturnar.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Wedge-járnið.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, hjá Maríu Guðna.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Bara að hafa gaman og njóta hvorutveggja.
Hvað finnst þér best við golfið? Hreyfingin og útiveran.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 60%.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Koma og spila Víkurvöll og njóta umhverfisins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
