Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir og Svanur Jónsson klúbbmeistarar GÞ 2014. Mynd: GÞ
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 10:30

GÞ: Sigurbjörg og Svanur klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar fór fram dagana 25. til 28. júní 2014. Mótið tókst vel í alla staði þó veðrið hafi ekki alltaf leikið við kylfinga. Lokadaginn var mjög gott veður og lauk mótinu með veislu og verðlaunaafhendingu.

Klúbbmeistari karla varð Svanur Jónsson  og klúbbmeistari kvenna varð Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir.

Úrslit urðu eftirfarandi: 

Meistaraflokkur karla – Svanur Jónsson 319 högg (4 hringir)

Meistaraflokkur kvenna – Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir 325 högg (3 hringir)

1. flokkur karla – Óskar Logi Sigurðsson 285 högg (3 hringir)

Karlar 55 ára +, – Gunnar Halldórsson 138 högg (3 x 9 holur)