Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 15:00

Evróputúrinn: Kevin Stadler með 4 högga forystu e. 3. dag Opna franska

„Litli rostungurinn“ Kevin Stadler er kominn með 4 högga forystu fyrir lokahring Opna franska á næstu keppinauta sína.

Samtals er Stadler búinn að spila á 9 undir pari, 204 höggum (64 68 72).

Sjá má kynningu Golf 1 á Stadler með því að SMELLA HÉR: 

Fjórum höggum á eftir Kevin Stadler eru heimamaðurinn Victor Riu og Thailendingurinn Thongcai Jaidee, báðir á 5 undir pari, 209 höggum.

Martin Kaymer er einn í 4. sæti á samtals 3 undir pari, 6 höggum á eftir Stadler.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Opna franska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Opna franska SMELLIÐ HÉR: