Hin ástralska Sarah Kemp
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 11:00

LET: Kemp ein í forystu e. 2. dag

Ástralski kylfingurinn Sarah Kemp er ein í forystu eftir 2. dag á ISPS HANDA European Ladies Mastes.

Hún er búin að spila á samtals 9 undir pari (67 68) og hefir góða 3 högga forystu á þær tvær sem næstar koma.

Það eru þær Amy Boulden frá Wales og Celine Herbin frá Frakklandi, báðar á samtals 6 undir pari, hvor.

Fimm kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag ISPS HANDA European Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: