Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 08:30

PGA: Hurley efstur í hálfleik á Greenbrier Classic – Hápunktar 2. dags

Tiltölulega óþekktur bandarískur kylfingur  Billy Hurley III tyllti sér á topp skortöflunnar á Greenbrier Classic eftir glæsihring á sjálfum þjóðhátíðisdegi Bandaríkjanna, 4. júlí í gær, lék á 63 glæsihöggum.

Hann er því samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (68 63).

Fast á hæla honum á samtals 8 undir pari, koma landar hans Chris Stroud og Kevin Chappell.  Í 4. sæti er Troy Mattheson á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: