Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2014 | 15:00

Rickie Fowler í bílslysi

Skv. Golf Channel lenti bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler í bílslysi seint á þriðjudagskvöldið nálægt heimili sínu í Jupiter, Flórida.

Fowler tvítaði kl. 23:30 þriðjudagskvöldið að hann og vinur hans væru „í lagi“ eftir að hafa lent í bílslysinu.

Fowler var ökumaður en vinur hans farþegi. Þeim var ekið í JFK Medical Center þar sem Fowler var meðhöndlaður við minniháttar skurðum og mari á enni.

Vinunum var leyft að fara aðfararnótt miðvikudags.  Fowler hlaut enga sekt.

Vonandi að virkilega sé í lagi með hann og slysið hafi ekki áhrif á golfið hans, en Fowler er ekki með í Greenbrier Classic móti vikunnar á PGA Tour, sem hefst í kvöld!