Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Martin Kaymer kylfingur júnímánuðar

Martin Kaymer hefir verið útnefndurThe Race to Dubai European Tour kyflingur júní mánaðar eftir að verða 4. kylfingurinn frá Evrópu á síðustu 5 árum til þess að sigra á Opna bandaríska risamótinu.

Kaymer fylgir þar með í fótspor Ryder Cup félaga sinna Graeme McDowell, Rory McIlroy og Justin Rose.

Kaymer hlaut ágrafin verðlaunadisk og risaflösku af  Moët & Chandon kamapvíni var á glæsiskori á Pinehurst nr. 2, þar sem mótið fór fram, átti tvo hringi upp á 65 og síðan seinni tvo á 72 og 69 og átti 8 högg á þann sem næstur kom.  Hann varð einnig sá 6. í allri sögu Opna bandaríska til þess að leiða á öllum 4 mótsdögunum.

Hinn 29 ára Kaymer hefir áður sigrað í risamóti þ.e. árið 2010 á  US PGA Championship in 2010 og hefir nú sigrað í 20 alþjóðlegum mótum. Hann sigraði m.a. á The Players Championship í maí og spennandi verður að sjá hvað hann gerir á Opna breska nú um miðjan mánuðinn og í Ryder Cup mótinu, sem nokkuð öruggt er að hann verði með í, í Gleneagles, Skotlandi nú í haust.

Kaymer sagði: „Það er auðvitað frábært að vinna aftur, þó ég myndi hafa verið svolítið undrandi nú ef ég hefði ekki unnið – það væri skrítið að vinna á risamóti og vera ekki tilnefndur kylfingur mánaðarins!“

„Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk veitir viðurkenningu á árangri manns og erfiðisvinnu . Ég er að flytja inn í nýja íbúð í
Düsseldorf og þar er veggur með mörgum hillum, sem ég get sett verðlaunabikarana á, þannig að ég er viss um að ég finn þessari viðurkenningu góðan stað.“

Þeir sem orðið hafa kylfingar mánaðarins á Evrópumótaröðinni þetta keppnistímabil eru:  Stephen Gallacher (janúar), Victor Dubuisson (febrúar), Jamie Donaldson (mars), Alexander Levy (apríl), Rory McIlroy (maí) og nú Martin Kaymer (júní).