Jason Dufner Jason Dufner að hugsa um að hætta
Jason Dufner er aðeins 37 ára en hann er samt að hugsa um að hætta í keppnisgolfi.
„Ég er ekki einn af þessum gæjum sem spila á öldungamótaröð. Það er ekki fyrir mig,“ sagði Dufner í viðtali við SB Nation. „Ég á kannski svona 5 ár eftir og þá fer ég að gera eitthvað annað.“
Ef Dufner hættir 42 ára þá er hann einn meðal fjölmargra sem hættu í keppnisgolfinu; ekki vegna þess að þeir væru meiddir og gætu ekki lengur keppt heldur af eiginn vilja.
Golf Digest hefir tekið saman lista nokkurra kylfinga sem hættu í golfi snemma af eiginn vilja.
Skólabókardæmi um það er Bobby Jones. Hann hætti í keppnisgolfi árið 1930, þá 28 ára, eftir að hafa sigrað í Opna bandaríska og Opna breska og bandarísku og bresku áhugamannamótunum. Jones sagðist vera búinn að missa leikgleðina og hafði líka lögfræðina, sem hann gat snúið sér að, að loknum farsælum keppnisferli.
Annika Sörenstam og þá sérstaklega Lorena Ochoa hættu snemma í keppnisgolfi til að geta átt börn og sinnt fjölskyldum sínum.
Byron Nelson vann 18 mót árið 1945, þar af 11 mót í röð. Hann vann önnur 6 mót árið 1946, en þá var hann búinn að vinna sér inn nægilega mikla peninga til að gera það sem hugur hans stóð alla tíð til, að hefja búskap.
Árið 1990 vann Jodie Mudd síðasta af 4 mótum sínum á PGA Tour, en meðal sigra hans var Players mótið. Hann minnkaði árlega við sig mótum og hætti alveg árið 1996, þá 36 ára og sneri sér að hestaveðreiðum.
Golf Digest nefnir að lokum Steve Stricker, sem í raun hætti 2012, 45 ára, þrátt fyrir að 8 af 12 PGA Tour sigrum hans höfðu unnist síðustu 4 fullu keppnistímabil hans. Stricker spilaði í aðeins 13 mótum á síðasta ári og hefir aðeins spilað í 9 mótum á þessu ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
