Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 19:00

Heimslistinn: Rose upp í 8. sæti

Vegna sigurs síns á Quicken Loans fer Justin Rose upp í 8. sæti heimslistans úr 10. sætinu.

Í árslok 2013 var Rose þó í 4. sæti heimslistans, þannig að hann verður að taka sig á ætli hann sér fyrri stöðu á listanum.

Staða efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi:

1. Adam Scott, Ástralía, 9,16 stig

2. Henrik Stenson, Svíþjóð, 8,12 stig

3. Bubba Watson, Bandaríkin, 7,16 stig

4. Matt Kuchar Bandaríkin, 6,92 stig

5. Tiger Woods Bandaríkin, 6,71 stig

6. Jason Day, Ástralía, 6,66 stig

7. Rory McIlroy, Norður-Írland,  6,60 stig

8. Justin Rose, England, 6,54 stig

9. Sergio Garcia, Spánn, 6,33 stig

10. Jordan Spieth Bandaríkin,  5,92 stig.