Nýja eyjuflötin á par-3 7. braut hins nýja Hólsvallar á Siglufirði. Mynd: Af Twitter síðu Edwins Roalds
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 08:00

GKS: Af endurskipulagningu Leirutanga og framkvæmdum við nýja golfvöllinn

Edwin Roald, golfvallarhönnuður kemur ásamt Ármann Viðari Sigurðssyni, byggingarfulltrúa Fjallabyggðar, að endurskipulagningu á Leirutanga á Siglufirði.

Skv. tillögum þeirra segir m.a.

Lagt er til að tjaldsvæði verði á norðurhluta tangans, einkum til að draga úr gönguvegalengd til og frá miðbæ Siglufjarðar, og að friðland fugla verði á sunnanverðri uppfyllingunni, þar sem fuglalíf er einna mest í dag. Kría og æðarfugl eru meðal mest áberandi tegunda og er hér gengið út frá því að finna þurfi heppilega og varanlega lausn sem tryggt getur að tjaldsvæðisgestir og krían geti átt samleið á tanganum án þess að úr verði of mikið ónæði,“ segir í umfjöllun Edwins og Ármanns.

Edwin Roald og félagar vinna einnig að nýjum golfvelli og hafa framkvæmdir staðið frá árinu 2012.  Áætlað er að kostnaður við nýja völlinn muni nema 100 milljónum ÍSK.

Meðal skemmtilegra brauta á nýja vellinum er par-3 7. brautin, sem er sérstök að því leyti að um eyjaflöt verður að ræða, líkt og á 16. á Hamarsvelli í Borgarnesi eða 17. á TPC Sawgrass.

Á Twitter síður Edwins eru eftirfarandi meðfylgjandi myndir af framkvæmdunum: 

12-siglo10-siglo

11.siglo