Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 05:00

PGA: Justin Rose sigraði á Quicken Loans mótinu – Hápunktar 4. dags

Það var meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose, sem sigraði á Quicken Loans National mótinu.

Rose lék á samtals 4 undir pari, 280 höggum, líkt og Shawn Stefani; Rose  (74 65 71 70) en Stefani (74 68 68 70).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Rose og Stefani, sem Rose sigraði í þegar á 1 holu þegar hann fékk par en Stefani skramba.

Þriðja sætinu deildu Ben Martin og Charley Hoffman 1 höggi á eftir þeim Rose og Stefani.

Til þess að sjá lokastöðuna á Quicken Loans National mótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags  Quicken Loans National mótsins  SMELLIÐ HÉR: