Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 20:30

Eimskipsmótaröðin (4): Tinna er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014!!!

Það er Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, sem er  Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014!

Tinna sigraði keppinaut sinn í úrslitaviðureigninni, Karenu Guðnadóttur, GS, nokkuð örugglega  5&4, á 14. flöt.

Í 8 manna úrslitum sigraði Tinna, Berglindi Björnsdóttur, GR, 3&1 og í undanúrslitunum í morgun vann Tinna frænku sína Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, 2&1.

Tinna tekur við Íslandsbikarnum í holukeppni kvenna úr höndum Bergsteins Hjörleifssonar, Mynd: Golf 1

Tinna tekur við Íslandsbikarnum í holukeppni kvenna úr höndum Bergsteins Hjörleifssonar, Mynd: Golf 1

Í leik um 3. sætið sigraði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Heiðu Guðnadóttur, GKJ,  2&0.

Frænka Tinnu Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur hér við verðlaunum fyrir 3. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur hér við verðlaunum fyrir 3. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Íslandmeistari kvenna í holukeppni 2014, Tinna Jóhannsdóttir er fædd 17. maí 1986 og er því 28 ára.

Tinna byrjaði í golfi 12 ára, eftir að hafa farið á námskeið hjá Keili.

Þetta er ekki fyrsti Íslandsmeistaratitill Tinnu en hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2010.

Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2010 - Spilað var í Kiðjaberginu og ekki að undra að eitt minnisstæðasta högg Tinnu hafi verið á 18. þar! Mynd: gsimyndir.net

Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2010 – Spilað var í Kiðjaberginu og ekki að undra að eitt minnisstæðasta högg Tinnu hafi verið á 18. þar! Mynd: gsimyndir.net

Í fjölskyldu Tinnu er margir landsþekktir kylfingar, en Tinna sagði eitt sinn í viðtali við Golf 1 að fljótlegra væri að segja að amma hennar væri sú eina sem ekki spilaði golf, en amma Tinnu lét sig þó ekki vanta að samfagna Tinnu í dag!

Tinna á 1. teig í dag í undanúrslitunum. Mynd: Golf 1

Tinna á 1. teig í dag í undanúrslitunum. Mynd: Golf 1

Mikill áhorfendaskari mætti á Hvaleyrina til þess að fylgjast með  úrslitaviðureignunum bæði í karla- og kvennaflokki.

Áhorfendur að fylgjast með úrslitaviðureignum á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Áhorfendur að fylgjast með úrslitaviðureignum á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1