Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hlaut háttvísibikar GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 20:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Úrslit e. 1. dag á Íslandsmótinu í holukeppni í kvennaflokki

Fyrsta keppnisdegi af þremur á Securitasmótinu-Íslandsmótinu í holukeppni er lokið en mótið er fjórða mót Eimskipsmótaraðarinnar. Í dag voru leiknar tvær umferðir af þremur í riðlakeppninni en leikið er í 8 riðlum í karla og 8 riðlum í kvennaflokki.  Á morgun fer síðasta umferðin í riðlum fram og að henni lokinni þá kemur í ljós hvaða kylfingar komast áfram í 8 manna úrslit, en einn kylfingur fer upp úr hverjum riðli.

Hér að neðan má sjá hvernig leikirnir fóru í riðlunum og hér er úrslitaskjalið.

Kvennaflokkur.

Riðill 1: Sunna Víðisdóttir (GR) , Hildur Rún Guðjónsdóttir (GK), Hansína Þorkelsdóttir (GKG), Hekla Sóley Arnarsdóttir (GK).

1.      Umferð: Sunna sigraði Heklu 5/3, Hildur Rún sigraði Hansínu 1/0.
2.      Umferð: Sunna sigraði Hansínu 4/3, Hildur Rún sigraði Heklu Sóley 9/8.

Riðill 2: Berglind Björnsdóttir (GR), Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK), Halla Björk Ragnarsdóttir (GR), Kristín María Þorsteinsdóttir (GKj.).

1.      Umferð: Berglind sigraði Kristínu Maríu 2/1, Hafdís Alda sigraði Höllu 1/0.
2.      Umferð: Halla Björk sigraði Berglindi á 20 holu, Hafdís Alda sigraði Kristínu Maríu 2/1.

Riðill 3: Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Stefanía Kristín Valgeirsdóttir (GA), Helga Kristín Einarsdóttir (NK), Melkorka Knútsdóttir (GK).

1.      Umferð: Guðrún Brá sigraði Melkorku 6/4, Helga Kristín sigraði Stefaníu 8/6.
2.      Umferð: Guðrún Brá sigraði Helgu Kristínu á 19 holu, Stefanía Kristín sigrar Melkorku á 19 holu.

Riðill 4: Signý Arnórsdóttir (GK), Gunnhildur Kristjánsdóttir (GKG), Sigurlaug Rún Jónsdóttir (GK), Þóra Kristín Ragnarsdóttir (GK).

1.      Umferð: Signý sigraði Þóru 8/7, Gunnhildur sigraði Sigurlaugu 3/2.
2.      Umferð: Signý sigraði Sigurlaugu Rún 6/4, Gunnhildur sigraði Þóru Kristínu 7/6.

Riðill 5: Karen Guðnadóttir (GS), Ingunn Einarsdóttir (GKG), Hrafnhildur Guðjónsdóttir (GR), Thelma Sveinsdóttir (GK).

1.      Umferð: Karen sigraði Thelmu 8/7, Ingunn sigraði Hrafnhildi 4/2.
2.      Umferð: Karen vann Hrafnhildi 6/5, Ingunn sigraði Thelmu 2/1.

Riðill 6: Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Særós Eva Óskarsdóttir (GKG), Helena Kristín Brynjólfsdóttir (GKG), Karen Ósk Kristjánsdóttir (GR).

1.      Umferð: Ragnhildur sigraði Karen 5/4, Særós sigraði Helenu 7/5.
2.      Umferð: Særós sigrar Karen Ósk 6/4, Ragnhildur sigrar Helenu Kristínu 5/4

Riðill 7: Þórdís Geirsdóttir  (GK), Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Tinna Jóhannsdóttir (GK), Högna Kristbjörg Knútsdóttir (GK).

1.      Umferð: Tinna sigraði Önnu Sólveigu 1/0,  Högna sigraði Þórdísi 2/1.
2.      Umferð: Tinna sigrar Högnu á 19 holu, Anna Sólveig sigraði Þórdísi 3/2,

Riðill 8: Sara Margrét Hinriksdóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GKj.), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birta Dís Jónsdóttir (GHD).

1.      Umferð: Heiða sigraði Valdísi á 19. holu, Sara sigraði Birtu Dís vegna forfalla.
2.       Umferð: Valdís sigrar Söru Margréti 3/1, Heiða sigraði Birtu Dís vegna forfalla.