PGA: Tiger líður vel með 1. hring sinn á Quiken Loans
Tiger Woods lék í fyrsta sinn í gær á Quicken Loans mótinu og sagðist að hring loknum vera ánægður og að sér liði vel með hring sinn.
Tiger var í ráshóp með nr. 6 og 9 á heimslistanum þ.e. Jason Day og Jordan Spieth.
Tiger jafnvel grínaðist með að þeir þrír hefðu allir verið að ströggla og voru m.a. á 4 yfir pari, eftir fyrstu 9 holurnar. Jordan Spieth tók undir það og sagði að sér hefði virtst sem lok væri á öllum holunum.
Leikur Tiger skánaði síðan eftir því sem leið á hringinn og hann líktist jafnvel „gamla góða Tigernum“ þegar hann fékk 3 fugla á síðustu 6 holunum.
„Bakið á mér er fínt,“ sagði ánægður Tiger eftir fyrsta hringinn sinn í lengri tíma. „Það var bara ekkert að því. Engir kippir eða neitt. Mér leið frábærlega… ég var að slá býsna fast þarna úti.“
„Ég held að erfiðasti parturinn hafi verið að ná ritmanum í því að vera að keppa aftur,“ sagði Tiger. „Maður spilar við félagana og leggur smávegis undir en þetta er ekki það sama, þetta er keppnisgolf og á allt öðru stigi.“
„Adrenalínið flæddi og ég sló boltann lengra en ég geri heima. Maður var að reyna að ná skorinu, reyna að ná tilfinningunni. Það gerðist ekki fyrr en um miðbik fyrri 9 hjá mér.“
Það er áhugavert að sjá hvernig Tiger gengur í kvöld!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
