Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 07:00

EuroPro: Ólafur Björn úr leik

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í móti á EuroPro mótaröðinni sem fram fer á Frilford Heath golfvellinum.

Hann komast ekki í gegnum niðurskurð í gær eftir að hafa leikið 2. hring á 5 yfir pari, 77 höggum.

Ólafur Björn lék samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (73 77) og er úr leik í mótinu þ.e. komst ekki í gegnum niðurskuðr

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Frilford Heath með því að  SMELLA HÉR:  

Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi um 2. dag mótsins:

„Ég spilaði fremur varfærnislega þar sem ég var að sjá völlinn í fyrsta skipti. Ég var að keppa á æfingadeginum (mánudag) og völlurinn var lokaður í gær vegna Pro-Am móts. Ég var á tveimur höggum undir pari eftir 13 holur og á góðu róli en ég var smá klaufi undir lokin og fékk þrjá skolla. Í heildina var spilamennskan nokkuð góð þótt skorið hefði mátt vera betra. Það kemur á morgun. Fer út í síðasta ráshóp kl. 14:40.“