Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 00:20

PGA: Chalmers efstur á Quicken Loans e. 1. dag – Hápunktar í leik Tiger

Það er Greg Chalmers sem leiðir eftir 1. dag Quicken Loans, en hann lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum.

Öðru sætinu deila Rickie Barnes og Freddie Jacobson, 1 höggi á eftir Chalmers þ.e. á 4 undir pari, 67 höggum, hvor.

Tiger Woods er að spila í sínu fyrsta móti eftir bakuppskurð og er á 3 yfir pari, 74 höggum og í 83. sætinu af 120 keppendum og ljóst að hann verður að bæta sig í dag ætli að hann komast í gegnum niðurskurð.

Spurning hvort þátttaka í hörkumóti á PGA Tour of fljótt eftir bakuppskurðinn, geri mikið fyrir sjálfstraust Tiger og vonandi að hann ofgeri ekki bakinu og þurfi að vera frá leiknum í enn lengri tíma.

Sjá má stöðuna á Quicken Loans með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá hápunkta á hring Tiger á Quicken Loan SMELLIÐ HÉR: