Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Anya Alvarez, Lee Anne Pace og Joanna Klatten (18-20/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída.

Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt.

Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA.

Í dag verða kynntar þær sem voru T-29, en það eru þær Anya Alvarerz, Lee Anne Pace og Joanna Klatten

Byrjað verður á að kynna Anyu Alvarez.

Anya Alvarez

Anya Alvarez.

Anya Alvarez fæddist 3. maí 1989 og er því 25 ára.  Anya byrjaði að spila golf 5 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn.

Meðal áhugamála Anyu er að skrifa, stjórnmál, og vekja athygli á misbeitingu barna gegnum KidSafe samtökin.

Anya útskrifaðist 2011 frá University of Washington, með sagnfræðigráðu.

Strax í maí 2011 gerðist Anya atvinnumaður í golfi. Hún tók m.a. þátt í golfþáttum Golf Channel Big Break Atlantis.

Á árunum 2012-2013 spilaði Alvarez síðan á Symetra Tour og er nú komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA.

Golf 1 var með kynningu á Anyu og má sjá hana með því að SMELLA HÉR: 

Lee Anne Pace.

Lee Ann Pace

Lee-Anne Pace

Lee Anne Pace fæddist í Suður-Afríku nánar tiltekið í  Paarl, Western Cape 15. febrúar 1981 og er því 33 ára.

Pace átti frábæran áhugamannaferil og spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu í 4 ár í Murray State University  of the University of Tulsa, með sálfræðigráðu.

Pace gerðist atvinnumaður í golfi 2005 og spilaði fyrst á Duramed Futurs Tour 2006 áður en hún reyndi í fyrsta sinn að komast á LPGA gegnum Q-school sem tókst 2007 og spilaði Pace 1 ár á mótaröðinni, en tókst ekki að  halda kortinu sínu.

Hún reyndi því fyrir sér í Q-school LET og var farin að spila á Evrópumótaröð kvenna 2008, og hefir síðan sigrað 8 sinnum á þeirri mótaröð.

Árið 2010 var mjög „stórt“ en þá sigraði Pace í 5 mótum á LET: Deutsche Bank Ladies Swiss Open, the S4C Wales Ladies Championship of Europe, the Finnair Masters, the Sanya Ladies Open, og the Suzhou Taihu Ladies Open. Hún var á toppi peningalistans 2010.  Næstu sigrar hennar komu allir í fyrra en þá sigraði Pace á 3 mótum: Turkish Airlines Ladies Open, Open De España Femenino og  Sanya Ladies Open. Nú er Pace sem sagt líka aftur farin að spila á LPGA aftur, með takmarkaðan spilarétt.

Joanna Klatten

Joanna Klatten.

Joanna fæddist í París 2. mars 1985 og er því 29 ára.  Golf 1 hefir áður verið með kynningu á Klatten og má sjá hana með því að SMELLA HÉR: