Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 13:00

Wie drakk bjór úr risamótsbikarnum og stóð á haus!

Jafnvel þó Michelle Wie hafi verið að keppa á LPGA mótaröðinni núna í áratug, þá hafði hún aldrei sigrað í risamóti þar til nú um helgina.

Þá sigraði hún glæsilega á Opna bandaríska kvenrisamótinu.

Auðvitað var haldið með viðhöfn upp á sigurinn, verðlaunabikarinn fylltur með bjór, drukkið úr honum, staðið á haus… og teknar myndir.

Myndirnar fór sem eldur í sinu um twitter-heima… en aðeins í 1 klst í gær þá var búið að eyða þeim.

Hér að neðan má sjá tvær myndanna: 

Michelle Wie tekur „tabletop" stöðuna og drekkur bjór úr risamótsbikarnum

Michelle Wie tekur „tabletop“ stöðuna og drekkur bjór úr risamótsbikarnum

Michelle Wie stendur á haus

Michelle Wie stendur á haus