Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 07:50

Caroline Wozniacki: „Ég er ekki fórnarlamb“

Caroline Wozniacki segir að hún sé ekkert fórnarlamb sambandsslitanna við Rory McIlroy.

Hún segir að nú taki bara „betra“ við eftir ósköpin.

Fyrrum nr. 1 í tennisnum mætir Shahar Peer í 1. umferð á Wimbledon n.k. mánudag og segir að hún einbeiti sér nú aðeins að tennisnum og því að komast yfir sambandsslitin.

„Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og fólk hefir verið svo indælt, en ég er ekki fórnarlamb, ekki aldeilis,“ segir Wozniacki í The Times.

„Allir ganga í gegnum hæðir og lægðir í lífinu og fólk á erfitt, ótrúlegir hlutir gerast eitthvað hræðilegt og þetta er aðeins hluti af því að fullorðnast og læra.“

„Ég hugsa bara að það sem drepi mann ekki beinlínis geri mann aðeins sterkari og það sem var ætlað að vera er bara að það sé eitthvað stærra og betra sem bíði mín þarna úti í framtíðinni.“

„I’m just thinking that what doesn’t kill you makes you stronger, and what was meant to be is going to be and there are bigger and better things for me out there in the future.“

Rory sleit trúlofuninni eftir að þau Caroline höfðu verið saman í 2 ár og búið var að senda út brúðkaupsboðkortin.

Nánast samtímis urðu örlög þeirra ólík því Rory vann PGA Championship í Wentworth en Caroline takaði fyrir Yaninu Wickmayer í 1. umferð Opna franska.

Caroline virðist vera í góðu formi samt sem sást þegar hún komst í undanúrslitin á Aegon International í Eastbourne síðustu helgi.

„Mér finnst leikur minn í svo góðu lagi að ég hef engar áhyggjur; fyrr eða síðar mun það sýna sig.  Ef það gerist ekki þessa vikuna gerist það eftir vikur eða tvær,“ sagði Caro.

„Leikur minn er þar sem ég vil hafa hann, það er allt skýrt ég hef stefnu og veit hvert ég vil fara með honum. Allt mun fara vel. Ef það fer ekki vel er það ekki endir neins.“

Wozniacki fór til Florida eftir tapið á Roland Garros ásamt vinkonu sinni, fyrrum nr. 1 í tennisnum,  Serenu Williams, sem huggaði Caroline.

„Serena hefir alltaf verið til staðar fyrir mig.  Við höfðum fullt af öðru til að tala um, þannig að þetta var svo mikið af góðri orku því það er gaman að vera í kringum hana,“ sagði Wozniacki.

„Hún er líka ótrúlegur keppandi á vellinum og ég virði hana fyrir allt sem hún hefir gert og hverskonar fyrirmynd hún er öðrum. Utan vallar er skemmtilegt að vera með henni.“

„Stundum gerast hlutir í lífinu sem maður býst ekki við og maður má aldrei verða of værukær því maður gæti þurft að gera breytingar. Hún var þarna og það var frábært að eiga vin. Mér fannst ég svo full af orku eftir 5 daga (í Flórída) og dýfði mér beint aftur út í tennisinn.“