Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 16:30

Íslandsbankamótaröðin (3): Kinga Korpak Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki

Kinga Korpak, GS, varð í dag Íslandsmeistari í stelpuflokki á Urriðavelli hjá GO, en hún vann Andreu Ýr Ásmundsdóttur, GA í úrslitaleik 5&4.

Andrea Ýr, í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Andrea Ýr, GA,  í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD, varð í 3 sæti, en hún vann systur Kingu, Zuzönnu Korpak, sem varð í 4. sæti.

Snædís Ósk, GHD. Mynd: Golf 1

Snædís Ósk, GHD.  varð í 3. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Leikur Snædísar Ósk og Zuzönnu endaði 2&0.

Systraslagur var í undanúrslitunum en það sigraði Kinga eldri systur sína, Zuzönnu, með minnsta mun, 1&0.

Zuzanna Korpak, GS. Mynd: Golf 1

Zuzanna Korpak, GS. Mynd: Golf 1

Í Norðurlandsslagnum hafði GA-ingurinn Andrea Ýr betur í undanúrslitunum gegn GHD-ingnum Snædísi 4&2