Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 20:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (3): Nína sigraði í stelpuflokki

Í dag fór fram í „bland í poka“ veðri, 3. mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka.  Það rigndi eina stundina og þá næstu var komið indælis veður með sól og blíðu.

Mótið fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn er í ágætis ástandi, en unnið að viðgerðum á honum á ýmsum stöðum.  Umhverfið og umgjörðin er dásamleg og mikið fuglalíf á vellinum.

Stykkishólmskirkja sést víðsvegar af vellinum.

En aftur að mótinu.  Skráðir voru 30 til leiks en aðeins 26 luku keppni.  Afleitt er að keppendur vantaði í elsta aldursflokk pilta og stúlkna 17-18 ára og eins voru engir þátttakendur að þessu sinni í telpuflokki 15-16 ára.

Þrír keppendur voru í stelpuflokki: systurnar Nína Margrét og Ásdís Valtýsdætur, sem báðar eru í GR og Thelma Björt Jónsdóttir, GK.

Sigurvegarar frá vinstri: Ásdís Valtýsdóttir, GR, 2. sæti, Thelma Björt Jónsdóttir, GK, 3. sæti og sigurvegarinn Nína Björt Valtýsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Sigurvegarar frá vinstri: Ásdís Valtýsdóttir, GR, 2. sæti, Thelma Björt Jónsdóttir, GK, 3. sæti og sigurvegarinn Nína Björt Valtýsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Svo fór að Nína Margrét stóð uppi sem sigurvegari, lék Víkurvöll á 109 glæsihöggum!

Úrslit í stelpuflokki á 3. móti Áskorendamóti Íslandsbanka voru eftirfarandi: 

1 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 28 F 55 54 109 37 109 109 37
2 Ásdís Valtýsdóttir GR 28 F 59 55 114 42 114 114 42
3 Thelma Björt Jónsdóttir GK 28 F 59 72 131 59 131 131 59