Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 09:00

LET: Watson efst í hálfleik í Slóvakíu

Það er hin skoska Sally Watson sem leiðir eftir 2. dag á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT í Grey Bear golfklúbbnum í Talé, upp í Tatras fjöllunum í Slóvakíu.

Watson er búin að spila samtals á 8 undir pari, 136 höggum (69 67) og hefir 3 högga forystu á forystukonur 1. dags þær Klöru Spilkovu og hina frönsku Valentine Derrey.

Jafnar í 4. sæti eru síðan María Balikoeva og Malene Jörgensen frá Danmörku, báðar á samtals 3 undir pari, hvor.

Sjötta sætinu deila síðan hinar ensku Liz Young og Eleanor Givens og hin sænska Camilla Lennarth á samtals 2 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT SMELLIÐ HÉR: