Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 10:00

LPGA: Michelle Wie efst á Opna bandaríska í hálfleik – Lexi í 2. sæti

Michelle Wie leiðir eftir 2. dag Opna bandaríska kvenrisamótsins, sem fram fer á sama mótsstað og 2. risamótið hjá körlunum fór fram á fyrir viku síðan, þ.e. Pinehurst nr. 2 í Norður- Karólínu.

Spurningin nú er hvort Wie takist að halda forystu en hún er komin með 3 högga forskot á næsta keppanda , löndu sína Lexi Thompson, sem þegar hefir unnið 1 risamót?

Michelle Wie er samtals búin að spila Pinehurst nr. 2 á 4 undir pari, 136 höggum (68 68) eða á 6 högga síðri skori en metskor það sem Martin Kaymer var á fyrir viku síðan.. Á þessu sést bara hversu glæsilegur leikur Wie hefir verið!!!

Þrjár deila 3. sætinu í hálfleik: nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacey Lewis, Amy Yang frá Suður-Kóreu og Minjee Lee frá Ástralíu, allar á samtals sléttu pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2 keppnisdaga á Opna bandaríska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: