Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 07:00

PGA: Scott Langley leiðir í hálfleik á The Travelers – Hápunktar 2. dags

Það er Scott Langley, sem er í forystu á The Travelers eftir 2 mótsdaga, en mótið fer fram á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut.

Hann er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 129 höggum (64 65).

Í 2. sæti eru 3 kylfingar, aðeins 1 höggi á eftir Langley, þ.e. á smtals 10 undir pari eru þeir: Michael Putnam, KJ Choi og Harris English.

Annar hópur 4 kylfinga kemur á eftir og deilir 5. sætinu, 2 höggum á eftir Langley, þ.e. á samtals 9 undir pari hver, þ.e. þeir: Ryan Moore, Eric Axley, Jamie Lovemark og forystumaður 1. dags Brendan Steele.

Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Daninn Thorbjörn Olesen, Svíinn Jonas Blixt og bandarískui kylfingarnir Hunter Mahan og Patrick Reed. 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag The Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á The Travelers SMELLIÐ HÉR: