Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 19:19

Haraldur Franklín kominn í fjórðungsúrslit

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik og holukeppni 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR sigraði í dag John Kinnear í 16 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu, en það fer fram á Royal Portrush og Portstewart golfvöllunum á Norður-Írlandi.

Haraldur Franklín vann viðureignina 2&1. Stórglæsilegt!!!

Hann mætir Skotanum Neil Bradley í 8 manna úrslitum á morgun.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

…. og sjá má viðureigni Haraldar Franklín við Kinnear holu fyrir holu hér að neðan:

Í Opna breska áhugamannamótinu taka þátt einhverjir bestir áhugamenn í golfíþróttinni í heiminum.  Upphaflega hófu 288 leik og aðeins 64 stóðu uppi eftir 2 hringja höggleikskeppni.

Nú er Haraldur Franklín einn af 8, sem eiga raunhæfan möguleika á að sigra í mótinu og vinna sér þar með inn þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu, því Opna bandaríska 2015 auk þess sem hefð er fyrir að sigurvegara Opna breska áhugamannamótsins sé boðin þátttaka á The Masters.

Hugurinn verður hjá Haraldi Franklín á morgun og vonandi að allt gangi upp hjá honum!!!