Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 08:45

Evróputúrinn: Rory byrjar illa á Opna írska

Rory McIlroy var með 6 skolla og 3 fugla í gær á 1. hring Opna írska, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Skorið hans á fyrsta hring er því 3 yfir pari, 74 högg og hann er í 118. sæti af 156 þátttakendum.

Norður-Írinn (Rory) byrjaði hring sinn á 10. teig og gekk illa þar sem hann missti 4 högg á 6 holum á fyrri 9. Hann var með skolla á 11. ob 14. braut áður en honum tókst að sökkva niður 3 metra pútti fyrir fugli á lokaholunni.

Rory er 10 höggum á eftir Finnanum Mikko Ilonen, sem er efstur í mótinu, en Ilonen setti nýtt vallarmet með skori sínu 7 undir pari, 64 höggum.

„Ég var að dræva vel og kom boltanum í stöður sem hann þarf að vera í, en var of stuttur nokkrum sinnum, átti m.a. laus högg með fleygjárnunum mínum og gat stundum ekki fengið púttin til að detta,“ sagði Rory. „Ég var ansi slæmur með skorkylfunum mínum þannig að ég verð að fara á æfingarsvæðið og æfa mig. Ég verð að gera betur á morgun (þ.e. í dag) ef ég ætla að vera hér um helgina.“

Rory hitti aðeins 8 af 14 brautum og var með 30 pútt.

Sjá má stöðuna á Opna írska með því að SMELLA HÉR: