Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 07:30

LPGA: Lucy Li í 111. sæti e. 1. dag

Lucy Li, sem aðeins er 11 ára er í 111. sæti á Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem hófst í gær á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu.

Lucy er yngsti þátttakandi á Opna bandaríska, aðeins 11 ára og nokk sama hver árangur hennar er – það er bara glæsilegt hjá henni að vera yfirleitt að spila svona ung í risamóti á LPGA. Hún er þegar komin í golfsögubækurnar!

Lucy var að gæða sér á ís í hitanum meðan hún svaraði spurningum blaðamanna.

Meðal þess sem hin barnunga Lucy Li sagði var eftirfarandi: „Að fá að spila á Opna bandaríska er heilmikið gaman. Ég strögglaði svolítið í dag, en það var frábært.“

„Ég er ánægð með hvernig ég spilaði. Þetta er 8 yfir par (78 högg), sem er ekki slæmt.  En ég var komin á 7 yfir par, á 3 holum sem þýðir að ég var aðeins 1 yfir pari á 15 holum, þannig að ég verð bara að losa mig við stóru tölurnar.“

Stacy Lewis, sem leiðir í mótinu á 3 undir pari setti spurningarmerki við hvort svona ungir krakkar sem Li ættu yfirleitt að vera að spila í Opna bandaríska.

„Ég vil bara að svona ungir krakkar læri að sigra áður en þeir koma hingað í barninginn,“ sagði Lewis.

Lexi Thompson, sem átti fyrra aldursmet yfir að hafa verið yngst til að spila í Opna bandaríska, en hún var aðeins 12 ára, var öllu jákvæðari en Lewis.  Lexi sagði:

„Hún verður bara setja þetta í reynslubankann. Ef þetta er það sem hún vill gera í lífi sínu þá mun hún læra af hinum leikmönnunum og sjá hvað hún þarf að bæta.“

Hér má sjá stöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: