LPGA: Lucy Li í 111. sæti e. 1. dag
Lucy Li, sem aðeins er 11 ára er í 111. sæti á Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem hófst í gær á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu.
Lucy er yngsti þátttakandi á Opna bandaríska, aðeins 11 ára og nokk sama hver árangur hennar er – það er bara glæsilegt hjá henni að vera yfirleitt að spila svona ung í risamóti á LPGA. Hún er þegar komin í golfsögubækurnar!
Lucy var að gæða sér á ís í hitanum meðan hún svaraði spurningum blaðamanna.
Meðal þess sem hin barnunga Lucy Li sagði var eftirfarandi: „Að fá að spila á Opna bandaríska er heilmikið gaman. Ég strögglaði svolítið í dag, en það var frábært.“
„Ég er ánægð með hvernig ég spilaði. Þetta er 8 yfir par (78 högg), sem er ekki slæmt. En ég var komin á 7 yfir par, á 3 holum sem þýðir að ég var aðeins 1 yfir pari á 15 holum, þannig að ég verð bara að losa mig við stóru tölurnar.“
Stacy Lewis, sem leiðir í mótinu á 3 undir pari setti spurningarmerki við hvort svona ungir krakkar sem Li ættu yfirleitt að vera að spila í Opna bandaríska.
„Ég vil bara að svona ungir krakkar læri að sigra áður en þeir koma hingað í barninginn,“ sagði Lewis.
Lexi Thompson, sem átti fyrra aldursmet yfir að hafa verið yngst til að spila í Opna bandaríska, en hún var aðeins 12 ára, var öllu jákvæðari en Lewis. Lexi sagði:
„Hún verður bara setja þetta í reynslubankann. Ef þetta er það sem hún vill gera í lífi sínu þá mun hún læra af hinum leikmönnunum og sjá hvað hún þarf að bæta.“
Hér má sjá stöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
