Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2014 | 23:15

LPGA: Stacy Lewis leiðir eftir 1. dag Opna bandaríska kvenrisamótsins

Í dag hófst á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu Opna bandaríska kvenrisamótið, möo US Women´s Open.

Heimsins besta, Stacy Lewis leiðir á 3 undir pari, 67 höggum.

Fast á hæla hennar í 2. sæti er Michelle Wie, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 2 undir pari, 68 höggum.

Nokkrar eiga eftir að ljúka keppni, en ólíklegt er að þær nái efstu kvenkylfingunum þeim Lewis og Wie.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna bandaríska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: