Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2014 | 21:00

Boðorðin 10 í holukeppni

Nú fara Íslandsmótin í holukeppni að hefjast en t.a.m. á Eimskipsmótaröðinni er næsta mót á dagskrá Íslandsmótið í holukeppni, sem fram fer á Hvaleyrinni 27.-29. júní n.k.

Í hverjum nýjum andstæðingi, sérhverjum nýjum holum fest ný árskorun, sem kallar á sérstaka ráðgjöf. Almenn ráð geta því verið varasöm.  En þrátt fyrir það, í gegnum aldirnar, eru nokkur ráð eða strategíur sem reynst hafa svo vel að þær eru orðnar að viðurkenndum „boðorðum“ holukeppni.

Þessi „boðorð“ birtust á golf.com og birtast boðorðin hér feitletruð, sem linkar en á bakvið þessa tengla er nánari útfærsla golf.com á hverju boðorðanna (á ensku), með dæmum af þekktum holukeppnissnillingum eða úr þekktum holukeppnum:

 Boðorð 1: SPILIÐ VÖLLINN – EN EKKI ANDSTÆÐINGINN
 Boðorð 2: ÞEKKIÐ LEIK YKKAR – OG SPILIÐ SKV. GETU YKKAR
 Boðorð 3: SETJIÐ UPP PÓKERANDLITIР
 Boðorð 4: REYNIÐ YKKAR BESTA STRAX FRÁ UPPHAFI
Boðorð 5: EKKI GEFAST UPP ÞEGAR ÞIÐ ERUÐ UNDIR 
 Boðorð 6: EKKI GEFA EFTIR ÞÓ ÞIÐ SÉUÐ Í FORYSTU
 Boðorð 7: FYLGIST MEÐ VELLINUM
 Boðorð 8: FYLGIST MEÐ ANDSTÆÐINGI YKKAR
 Boðorð 9: HALDIÐ BOLTANUM Í LEIK 
 Boðorð 10:EF Í VANDRÆÐUM VERIÐ ÞOLINMÓÐ