Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar verður farið af stað með nýjan greinarflokk hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“ sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein kemur nú í sumar alltaf til með að birtast á mánudögum, en þessi grein er undantekning þ.e. birtist á miðvikudegi vegna 17. júní.
Hér fer þriðji alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuna 11.-18 júní (Listinn gildir til mánudagsins 23. júní)
1. Sunna Víðisdóttir, GR. Sunna er fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að toppa hot-listann. Ástæðan er frábær árangur Sunnu á Eimskipsmótaröðinni en hún er búin að sigra í 2 af 7 mótum mótaraðarinnar; fyrsta mótinu þ.e. Nettó-mótinu á Hólmsvelli í Leiru og nú um helgina á Hamarsvelli í Borgarnesi. Sunna hefir líka staðið sig frábærlega í bandaríska háskólagolfinu og er í því sambandi skemmst að minnast glæsilegs sigurs hennar í William & Mary Invitational mótinu, og 2. sætinu sem hún náði á Seahawk Classic mótinu. Frábær kylfingur þar sem Sunna er annars vegar.
2. Þórður Rafn Gissurarson, GR. Glæsilegt hjá Þórði Rafni að ná 6. sætinu á CEEVEE Leather mótinu á EPD mótaröðinni!!!
3. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Birgir Leifur sýndi og sannaði á Hamarsvelli í Borgarnesi s.l. helgi að hann er besti kylfingur landisins, en það var fyrsta mótið sem hann tók þátt í, í ár hérlendis. Hann var á besta skorinu 5 undir pari! Spurning hvort Birgir Leifur eigi heima á lista sem þessum og það í þriðja sæti því hann er jú einfaldlega bestur!!! Þriðja sætið skýrist eiginlega bara á lítilli mótaþátttöku hans, hér á landi.
4. Andri Þór Björnsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR eru að gera góða hluti á Opna breska áhugamannamótinu.
5. Hamarsvöllur í Borgarnesi. Fallegur og í góðu standi. Frábær völlur í alla staði!!!
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn gildir til mánudagsins 23. júní):
1) Veðrið – Á Eimskipsmótaröðinni í Borgarnesi s.l. helgi var e.t.v. skásta veðrið til þessa, en á öllum 3 mótunum hefir það verið leiðinlegt – súld eða rigning. Hvenær fá okkar bestu kylfingar að spila í góðu veðri? 17. júní veðrið var líka hræðilegt hér sunnanlands og kylfingar sem þátt tóku í opnu mótunum niðurrigndir. Afleitt!!!
2) Heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Af hverju þarf hún að vera á sama tíma og Opna bandaríska og mót á Eimskipsmótaröðinni? Þetta eru í raun frábærir atburðir allt, en þarf þetta allt að vera á sama tíma? Tímafrekt að fylgjast með öllu, sem er afleitt.
3) Enginn kvenkylfingslæknir í Læknagolfi? Hvar var Ásgerður? En burt séð frá henni eru margir frábærir kvenkylfingar í læknastétt – Fjölmenna næst!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
