Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2014 | 08:00

Viðtal við Kaymer eftir 2. risamótssigurinn – Myndskeið

Eftir sigurinn á Opna bandaríska sagðist Martin Kaymer vera ánægður með frammistöðu sína.

Það hefði verið mjög mikilvægt fyrir sig að spila fyrstu 5-6 holurnar vel og halda 5 högga forystunni og það hefði tekist.

Síðan hefði verið krefjandi að halda áfram, líkaminn segði oft, „hva þú ert með 5 högga forystu, allt í lagi að slaka á“ en Kaymer sagðist hafa barist móti því, því þessi forysta væri fljót að fara, gæfi maður eftir.

Sérstaklega væri erfitt ef 2-3 bandarískir kylfingar væru að berjast um sigurinn við hann, því þá snerust bandarískir áhorfendur á sveif með þeim.  Kaymer sagði þó að áhorfendurnir hefðu verið mjög sanngjarnir á Opna bandaríska.

Til þess að sjá myndskeiðið með viðtalinu við Kaymer SMELLIÐ HÉR: