„Ég vakti til kl. 3 til að horfa á heimsmeistarakeppnina“
Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu er Najeti Hotels et Golf Open, sem fram fer í St. Omer golfklúbbnum í Lumbres, Frakklandi.
Keppendur á mótinu eru margir hverjir miklir fótboltaáhugamenn, sem fylgjast grannt með gangi mála í Brasilíu og er m.a. búið að koma fyrir risasjónvarpstjaldi á golfvellinum, til þess að allir geti fylgst með.
Viðtöl voru tekin við nokkra keppendur í mótinu (á laugardagsmorgni 14. júní 2014) og þeir spurðir hvaða lið þeir teldu að myndi standa uppi sem sigurvegari í heimsmeistarakeppninni.
Marco Tullo (frá Chile)

Hvernig fannst þér 1. leikur Chile (á móti Ástralíu)? Ég vakti til kl. 3 að til að horfa á leikinn. Það er ekki oft sem maður sér landsliðið spila í heimsmeistarakeppninni. Þeir spiluðu virkilega vel. Mér fannst Ástralir svollítið sofandalegir í byrjun og við skoruðum 2 mörk á 10 mínútum en eftir það vöknuðu þeir. Þetta var góður leikur. Chile spilaði ekki vel eftir að þeir gerðu mörkin og Ástralir fóru að spila vel og þetta var því tvísýnt oft. Þeir gætu hafa skorað hvenær sem var, en við náðum síðasta markinu 3-1 sem fékk mann til að slaka svolítið á.
„Ég elska heimsmeistarakeppnina og fylgist með fótbolta. Mamma er hollensk þannig að ég horfði á Holland sigra Spán og það var svo gott, en það er svolítið skelfilegt að við spilum næst á móti þeim. Það er ágætt að við mætum Spánverjum þegar þeir eru ekki í sem besta skapi – ég er líka spenntur fyrir England-Ítalíu (Innskot: Hmmm, hvað ef Spánverjar mæta nú grimmir til leiks Tullo, eins og við er að búast?)
Hvernig heldurðu að Chile gangi í riðlinum?
Tullo: „Það verður erfitt að komast í gegn en þeir eru í góðu formi. Ef við náum jafntefli við Holland væri það risastór árangur. Við eigum góða möguleika kannski að sigra Spán, en ef leikur þeirra góður ég meina þeir eru nú einu sinni heimsmeistarar þá gætu þeir snúið þessu við. Ef við náum 2. sætinu mætum við Brössum þannig að horfur okkar eru ekkert of góðar!“
Hver verður heimsmeistari í fótbolta?
„Eftir að horfa á Holland þá held ég að þeir séu líklegir en Þjóðverjar eru líka alltaf góðir, þannig að ég vel þau tvö lið.
Burt séð frá Chile hverja viltu sjá verða heimsmeistara?
Holland vegna þess að ég er hálfhollenskur.
Lorenzo Gagli (ítalskur)
![]()
Hvernig lýst þér á fyrsta leik Ítalíu?
„Við spilum á móti Englandi í kvöld (leikurinn fór fram í gærkvöld) og ég held að þetta verði virkilega erfiður leikur. (Leikurinn fór 2-1 fyrir Ítalíu). England er mjög gott lið og ef bæði spila eftir getu verður þetta ekki auðvelt. Vonandi vinnum við eða náum jafntefli.
Hvernig heldurðu að Ítalíu muni ganga? „Augljóslega vil ég að við (Ítalía) verðum heimsmeistarar, en þetta er ekki besta liðið sem við höfum haft. Ég held að við komumst í undanúrslit.
Hverjir verða heimsmeistarar? „Ég hugsa að það verði annaðhvort Þjóðverjar eða Hollendingar. Augljóslega breytti leikur Hollands gegn Spáni afstöðu minni. Þeir líta virkilega vel út.“
Burt séð frá Ítalíu hverja myndir þú vilja sjá sem heimsmeistara? „Holland vegna þess að mér líkar við litinn á búningunum þeirra! En þeir voru líka góðir gegn Spáni.“
Pedro Figueredo (Portúgal)
![]()
Hver er fyrsti leikur Portúgala?
„Við spilum við Þjóðverja og það er alltaf erfitt (Leikurinn fer fram kl. 16, 16. júní á mánudaginn þ.e. á morgun) Þeir eru betri en við, en þetta er aðeins 1 leikur. Við erum ekki með eins sterkt lið og við höfum haft á undanförnum árum, en ef við búumst ekki við miklu gæti það hjálpað okkur. Burt séð frá Ronaldo, Pepe og nokkra aðra leikmenn erum við ekki með margar stjörnur í liði okkar en kannski komumst við lengra á liðsheildinni en við höldum.
Hvernig telur þú að Portúgal muni farnast? Ég hugsa að við komumst upp úr riðlinum þrátt fyrir erfiðan leik gegn Þjóðverjum og þá eru eftir Ghana og Bandaríkin. Ef við komumst upp mætum við Belgum, Kóreu eða Rússum og ég held við ættum líka að komast þar í gegn. Mér finndist gott ef við kæmumst í fjórðungsúrslit en maður veit aldrei. Ghana komst næstum í undanúrslit síðast og Úrugvæ gæti komist þangað líka. Portúgal gæti sigrað en ég held að það væri góður árangur að komast í fjórðungsúrslit.
Hverjir verða heimsmeistarar? „Ég hugsa að Argentína sé líkleg. Brassarnir voru góðir í 1. leiknum en þeir eru á heimavelli og það verður erfitt að sigra þá. Ég hugsa samt að Argentínu takist að sigra þá.
Burt séð frá Portúgal hvern sérð þú sem heimsmeistara? „Ég vil sjá Brassana sigra. Við tölum sama tungumálið og eigum góð samskipti við þá. Það væri sérstakt að sjá þá sigra á heimavelli þannig að ef Portúgal sigrar ekki þá myndi ég vilja sjá Brasilíu sigra.
Carlos Aguilar (Frá Spáni)
![]()
Hvað segirðu um 1. leik Spánar?
„Þetta var ekkert góður leikur hjá okkur. Við lékum ekki eins vel og við höfum gert á undanförnum árum. Að mínu áliti er liðið aðeins of gamalt og við verðum að hafa trú á yngri leikmönnum okkur og treysta því að þeir verði jafngóðir og leikmennirnir á undan þeim.”
Hvernig heldur þú að Spán muni farnast? „Ef satt skal segja held ég að þeir komist ekki einu sinni upp úr riðlinum. Mér fannst Hollendingar standa sig vel, en ég held að þeir séu ekkert með sterka liðsheild þannig að þetta verður barátta. Við (Spánverjar) verðum að gera breytingar og breyta sóknarlínunni. Það er erfitt ef það eru engin mörk skoruð þannig að það verður að gera breytinar.
Hverjir verða heimsmeistarar? „Það verður einhver þjóðin frá Suður-Ameríku. Þetta er barátta milli Argentínu og Brasilíu. Chile spilar líka vel, en ég held að þetta verði á milli tveggja fyrstgreindu. Ég myndi vilja að Argentína sigraði”
Burt séð frá Spáni hvern viltu sjá sem heimsmeistara? „Argentínu. Við tölum sama tungumál og margir mjög góðir leikmenn spila á Spáni, þannig að við vitum hversu góðir þeir eru.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
