Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2014 | 14:00

Kaymer: „Það er ekki auðvelt að spila með Bradley“

Í viðtali sem tekið var við Martin Kaymer eftir glæsilegan 2. hring hans á Opna bandaríska var hann spurður af einum blaðamanninum  hvernig hann myndi lýsa rútínu Keegan Bradley áður en teighöggið er slegið.

Hér má sjá rútínu Bradley SMELLIÐ HÉR: 

Kaymer var fáorður: „Hún er ólík öllu öðru.“

Þeir voru í sama ráshóp á 1. og 2. hring.

Kaymer setti nýtt met á Opna bandaríska eftir 36 holur, var á 10 undir pari, 130 höggum, meðan Bradley er 8 höggum á eftir honum búinn að spila báða hringi sína á samtals 2 undir pari eða báða á 69 höggum.

„Það er ekki auðvelt að spila með Keegan (Bradley): ég verð að viðurkenna það,“ sagði Kaymer.  „Stundum tekur það hann aðeins lengri tími, stundum tekur það hann minni tíma (að hafa sig í að slá) þannig að það er erfitt að venjast þessu. En við vitum af þessu. Ég hef spilað mörgum sinnum við Keegan á síðustu árum og við vitum að rútínan hans fyrir teighögg (ens. pre-shot routine) getur breyst.“