US Open 2014: Kaymer efstur sem stendur, en hver vinnur mótið?
Eftir 1. dag er það Martin Kaymer, sem leiðir á Opna bandaríska risamótinu á glæsilegum 5 undir pari, 65 höggum! En hver kemur til með að sigra mótið? Veðbankar eru sammála um að Rory McIlroy þyki sigurstranglegastur. Hér má sjá sigurlíkur nokkurra vinsælustu kylfinganna skv. veðbönkunum:

Rory McIlroy
RORY MCILROY. Líkur á sigri: 12-1.
Sigurlíkur Rory eru svo háar vegna þess annars vegar að hann hefir sigrað áður í Opnu bandarísku risamóti, 2011 og vegna þess að hann er aftur farinn að sigra í mótum eftir heldur langa lægð sbr. þegar hann landaði sigri á PGA BMW flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar í Wentworth í s.l. mánuði, jafnvel þó hann hafi daginn þegar mótið byrjaði sagt upp kærustu sinni til 2 ára, Caroline Wozniacki og slitið trúlofun sinni. Flestir virðast nokkuð vissir um að hann muni verða meðal þeirra efstu og af þeim telja flestir að hann muni bæta við 2. risamótstitli sínum á Opna bandaríska í ár. Eftir 1. hring Opna bandaríska er Rory í 36. sæti ásamt 12 öðrum á 1 yfir pari, 71 höggi (heilum 6 höggum á eftir Kaymer.
ADAM SCOTT. Líkur á sigri: 14-1.
Næstflestir tippa á að Scott sigri en árangur hans á Opna bandaríska er slakur. Hann hefir aldrei verið meðal efstu 10 í þeim 12 mótum sem hannhefir tekið þátt í og hefir 6 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð. Svott er vinsæll og óska margir honum sigur og hann bætir líklegast einum risamótssigri við – en sama hvað veðbankar segja það er ólíklegt að Scott sigri á þessu móti. Eftir 1. dag er Scott í 68. sæti á 3 yfir pari, 73 höggum ásamt 19 öðrum.
BUBBA WATSON. Líkur á sigri: 18-1.
Bubba sigraði á US Masters í 2. sinn á 3 árum nú fyrr á árinu. Hann var líka í 3. sæti á Memorial Tournament í Ohio. Bubba er í góðu formi – en fólk virðist ekki átta sig á því að aðeins 7 kylfingum hefir tekist að sigra 2 risamót í röð síðustu hálfa öldina og til viðbótar engum örvhentum kylfingi hefir nokkru sinni tekist að sigra Opna bandaríska. Kannski Bubba verði sá fyrsti? Bubba byrjar illa; hann lék 1. hring á 6 yfir pari, 76 höggum.

PHIL MICKELSON. Líkur á sigri: 20-1
Phil hefir 6 sinnum landað 2. sætinu á Opna bandaríska (þ.á.m. í fyrsta sinn á Pinehurst fyrir 15 árum 1999 þegar Phil laut lægra haldi fyrir hinum heitna Payne Stewart, sem lést langt um aldur fram) og finnst mörgum hann eiga skilið að sigra einu sinni. Phil hefir ekkert gengið sérlega vel á árinu 2014. Ekki heldur í einkalífinu þar sem hann hefir verið undir rannsókn vegna meintra innherjaviðskipta í tveimur hlutabréfaviðskiptum. Nú virðist komið í ljós að enginn fótur er fyrir ásökununum á hendur Mickelson. Það sem er Mickelson mótdrægt er að hann er örvhentur en enginn slíkur hefir sigrað á Opna bandaríska. Kannski Mickelson verði sá fyrsti? Mickelson gekk a.m.k. ágætlega í gær – lék á sléttu pari 70 höggum.
JUSTIN ROSE. Líkur á sigri: 28-1.
Rose á titil að verja. Enginn kylfingur hefir sigrað á Opna bandaríska tvö ár í röð frá árunum 1988 og 1989 þegar Curtis Strange tókst afrekið. Pinehurst er allt öðruvísi en Merion fyrir 12 mánuðum og Rose verður að bæta púttin ætli hann sér að landa 2. Opna bandaríska titli sínum og verja hann. Rose byrjar ekkert sérlega vel er í 50. sæti ásamt 17 öðrum á 2 yfir pari 72 höggum.
MATT KUCHAR. Líkur á sigri: 28-1.
Hinn 35 ára Kuchar hefir verið í frábæru formi í ár og jafnvel þó hann eigi enn að sigra á risamóti þá er það ekkert sem kemur í veg fyrir að hann gæti sigrað á US Open. Pinehurst hentar þar að auki leik hans vel – hann er venjulega góður púttari – og það er engin tilviljun ef nafn hans verður ofarlega á skortöflunni. Kannski hann vinni líka 1. risamótið sitt í Pinehurs, hver veit? Kuch lék á glæsilegu 1 undir pari, 69 höggum í gær og deilir 6. sæti með 9 öðrum.

HENRIK STENSON. Líkur á sigri: 28-1.
Stenon varð í 21. sæti á síðasta ári – sama sæti og Justin Rose var í 2012 árið áður en hann sigraði 2013. Tekst Stenson það sama og Rose? Stenson hefir komist í gegnum niðurskurð í síðustu 4 Opnu bandarísku sem hann hefir tekið þátt í. Hann varð tvisvar meðal efstu 3 í fyrra og hefir alltaf gengið vel í risamótunum, þó honum hafi aldrei almennilega tekist að sigra. Kannski fyrsti sigurinn komi í ár?
JORDAN SPIETH. Líkur á sigri: 28-1.
Spieth varð í 2. sæti á The Maters risamótinu og hann hungrar í sinn fyrsta risamótssigur. Spieth er aðeins 20 ára. Það yrði met ef hann ynni á Opna bandaríska en sá yngsti sem sigrað hefir á því móti er Gene Sarazen 1922 en hann var 21 árs. Spurningin hvort reynsluleysi hái Spieth? Hann er T-6 eins og Kuch, en tekst honum að halda út og standa uppi sem sigurvegari?
JASON DAY. Líkur á sigri: 33-1.
Day varð í 2. sæti á Opna bandaríska 2011 og 2013. Það virðist því aðeins tímaspursmál hvenær þessum 26 ára Ástrala tekst að fara alla leið og sigra í fyrsta risamóti sínu. Hann hefir verið í ágætis formi það sem af er árinu og að gefnu árangri hans í risamótum s.l. 3 ár en hann hefir 6 sinnum verið meðal efstu 8 í síðustu 14 risamótum og 4 sinnum meðal efstu 3 þá er virkilega líklegt að hann hafi sigur í einu risamótanna fyrr eða síðar. En verður það í Pinehurst nú í ár? Day er einn af þeim sem eru í 68. sæti eftir 1. daginn lék á 3 yfir pari, 73 höggum.
SERGIO GARCIA. Líkur á sigri: 35-1.
Garcia varð T-3 í síðasta sinn sem Opna bandaríska fór fram í Pinehurst og hóf árið 2014 með hvelli þegar hann sigraði á Qatar Masters. Hann er að gera margt rétt og hefir 3 sinnum verið meðal efstu 20 á Opna bandaríska á s.l. 6 árum og hver veit hvað hann hristir úr erminni? Garcia er einn af þeim sem eru í 68. sæti eftir 1. dag á 3 yfir pari, 73 höggum .

Dustin Johnson
DUSTIN JOHNSON. Líkur á sigri: 35-1.
Besti árangur DJ er 8. sætið á US Open árið 2010 þegar hann eyðilagði lokahringinn fyrir sér. Hann varð síðan aðeins í 55. sæti síðast og komst ekki í gegnum niðurskurð á Masters í ár. Að öðru leyti hefir hann verið í góðu formi það sem af er ársins með 6 topp-10 árangra. Aðaláhyggjuefnið varðandi Johnson er hvort púttin hans séu nógu góð fyrir Pinehurst.
MARTIN KAYMER. Líkur á sigri: 40-1.
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum sigraði á the 2014 Players Tournament í Flórida í síðasta mánuði og er í hörkuformi. Maður dettur svo sem ekkert af stólnum yfir árangri hans á Opna bandaríska en hann heir þó alltaf náð niðurskurði s.l. 4 ár í mótinu. En Pinehurst hentar Kaymer vel s.s. sést á því að hann hefir tekið forystu á 1. degi. Skyldi hann standa uppi sem sigurvegari?
HIDEKI MATSUYAMA. Líkur á sigri: 45-1
Matsuyama lauk keppni á Opna bandaríska í 10. sæti á síðasta ári í 1. tilraun sinni og varð einnig í 6. sæti á Opna breska. Þessi 22 ára Japani er líka í hörkuformi – sem sést kannski best á því að hann sigraði í Memorial Tournament í Ohio – en þetta var fyrsti sigur hans á bandaríska PGA. Sjálfstraustið í lagi hjá Matsuyama og hann gæti komið á óvart! Hann lék 1. hringinn á 1 undir pari, 69 höggum og er 4 höggum á eftir Kaymer eftir 1. dag US Open.
WEBB SIMPSON. Líkur á sigri: 45-1.
Hann sigraði á Opna bandaríska 2012 og frábært stutta spil hans mun fleyta honum langt í Pinehurst. Eftir 1. dag er Simpson á 1 yfir pari, 71 höggi.

Lee Westwood
LEE WESTWOOD. Líkur á sigri: 50-1
Hann var meðal efstu 3 í Opna bandaríska 2008 og 2010. Í síðustu 6 Opnu bandarísku risamótunum er versti árangur hans 26. sætið. Lee þyrstir í risamótstitil. Aðaláhyggjuefnið varðandi Westwood eru púttin hans – eru þau nógu góð fyrir Pinehurst? Westwood byrjar ekki vel er á 5 yfir pari 75 höggum eftir 1. hring.
LUKE DONALD. Líkur á sigri: 50-1.
Þrír af undanfarandi 4 sigurvegurum á Opna bandaríska hafa verið breskir, sem hafa verið að vinna sinn fyrsta risamótstitil. Verður Donald sá fjórði? Hann varð í 8. sæti á síðasta móti á síðasta ári en hefir nú ekki komist í gegnum niðurskurð í 3 skipti á risamótum síðast á The Masters s.l. apríl og það minnkar aðeins traustið á honum sem líklegum kandídat í sigursæti Opna bandaríska. Hann byrjar líka ekkert vel var á 7 yfir pari 77 höggum á 1. hring.
JIMMY WALKER. Líkur á sigri 50-1.
Þessi 35 ára kylfingur frá Oklahoma hefir verið í spilaformi lífs síns þetta keppnistímabil á PGA Tour, vann 3 af fyrstu 8 mótum á mótaröðinni. Hann varð líka T-8 á the Masters og kemur því til greina sem sigurvegari og byrjar ágætlega er T-16 eftir 1. hring á sléttu pari, 70 höggum.
JASON DUFNER. Best odds: 50-1.
Dufner hefir landað 4. sætinu á Opna bandaríska bæði 2012 og 2013. Gerir hann það 3. árið í röð eða tekst honum betur upp í ár? Dufner hefir risamótssigur í bletinu en hann vann s.s. mönnum er eflaust í fersku minni PGA Championship 2013. Púttin hafa hins vegar aldrei verið sterkasta hlið leiks hans og því spurning með The Duff? Hann er sem stendur í 50. sæti – lék á 2 yfir pari, 72 höggum á fyrsta hring.
HUNTER MAHAN. Best odds: 66-1.
Kaliforníumaðurinn Mahan lauk leik líkt og Dufner í 4. sæti á s.l. ári og varð í 6. sæti 2009. Hann er venjulega mjög stöðugur púttari og ætti völlurinn því að henta honum, Sem stendur er Hunter í 88. sæti eftir að hafa spilað 1. hring á 4 yfir pari, 74 höggum.

Steve Stricker.
STEVE STRICKER. Líkur á sigri: 66-1.
Stricker varð sælla minningar í 5. sæti á Opna bandaríska 1999. Það fer hver að verða síðastur að sigra í risamóti og e.t.v. eitt besta tækifæri Stricker til þess að næla sér í fyrsta risamótstitil ferilsins. Stricker byrjar líka ágætlega deilir 16. sæti á sléttu pari, 70 höggum eftir 1. hring.
RICKIE FOWLER. Líkur á sigri: 80-1.
Fowler varð í 10. sæti á síðasta ári og T-5 á Masters mótinu í ár. Hann hefir ekkert verið með neinar sérstakar rósir annars það sem af er árinu 2014, hefir m.a. ekki komist í gegnum niðurskurð 7 sinnum á PGA Tour það sem af er keppnistímabilinu. Eftir 1. hring á US Open er Fowler á sléttu pari og í ágætisstöðu í 16. sæti.
BILLY HORSCHEL. Líkur á sigri: 90-1.
Horschel var einn af þeim sem deildi 4. sætinu í fyrra á Opna bandaríska eftir að hafa leitt mótið eftir 26 holur. Hann náði niðurskurði í Masters mótinu í ár. Þó hann hafi aðeins átt tvo topp-10 árangra á keppnistímabilinu þá var hann aðeins 3 höggum frá sigurvegara St Jude Classic. Hann byrjar mótið ekkert sérlega vel á 5 yfir pari, 75 höggum.
BRANDT SNEDEKER. Líkur á sigri: 100-1.
Veðbankar telja litlar líkur á að Snedeker sigri Opna bandaríska. Samt hefir hann átt 4 topp-20 árangra í s.l. 5 Opnu bandarísku. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurð í Pinehurst 2005. Hann ætlar sér greinilega ekki að endurtaka þann leik því honum gekk bara ágætlega á 1. hring , lék á 1 undir pari 69 höggum og er T-6 eftir 1. hring.
MIGUEL ANGEL JIMENEZ. Líkur á sigri: 125-1.
Litríki, vindlareykjandi Spánverjinn virðist ekki eiga miklar líkur á að sigra Opna bandaríska skv. veðbönkunum jafnvel þó hann hafi orðið í 4. sæti á The Masters í ár og sigrað á Opna spænska í s.l. mánuði. Hann hefir aldrei sigrað í risamóti. Jimenez byrjar á 2 yfir pari, 72 höggum og deilir 50. sæti eftir 1. hring.
ERNIE ELS. Líkur á sigri: 150-1.
Það eru 17 ár síðan the Big Easy landaði 2. risamótstitli sínum á Opna bandaríska, en honum hefir yfirleitt gengið vel á Opna bandaríska varð t.a.m. T-4 á síðasta ári og í 3. sæti árið 2010. Ekki eru taldar miklar líkur á sigri hans… en það skyldi aldrei afskrifa Els sbr. þegar hann sigraði síðast á Opna breska. Eftir 1. hring er Ernie í 88. sæti með 4 yfir pari 74 höggum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
